A review by atlas_shruggs
Vetrarfrí by Hildur Knútsdóttir

challenging dark emotional mysterious tense medium-paced
  • Plot- or character-driven? Character
  • Strong character development? Yes
  • Loveable characters? Yes
  • Diverse cast of characters? No
  • Flaws of characters a main focus? Yes

5.0

Þessi greip mig föstu taki alveg frá fyrsta kaflanum. Sagan er svo allt öðruvísi en allar aðrar íslenskar bækur sem ég hef lesið og ég er eiginlega svolítið fúll út í yngri mig fyrir að hafa ekki lesið hana fyrir löngu síðan. Ritstýllinn er æði eins og alltaf hjá Hildi, mér fannst Bergljót örlítið pirrandi á köflum en hún er vissulega unglingur og því skiljanlegt að hún sé óþroskuð og frekar sjálfselsk. Ég veit að ég hefði gjörsamlega elskað þessa bók sem krakki og ég er spenntur að verða mér út um framhaldið og klára söguna asap.